Tuesday, April 1, 2008

Páskar - Easter - Ostern

Achtung! Englisch Version unter.

Ég er komin aftur til Vínar í frábært veður. Trén eru farin að laufgast og blómin að springa út. Í gær og í dag var 17°C og sól. Við Rannveig gátum meira að segja borðað úti í hádeginu í dag og fengum við að hlýða á óþolandi harmonikkutónlist á meðan. Já, það er svo sannarlega komið vor.

This part will not be translated :).

Páskarnir heima voru æðislegir. Ég borðaði stórt páskaegg, borðaði fullt af góðum mömmumat, fékk að knúsa litlu frændsystkinin mín (og það stóra líka), fór í of margar ferðir á Vegamót, fór í ungbarnasund, skoðaði brúðarkjóla, keyrði alltof, alltof oft á milli Borgarnes og Reykjavíkur og fékk mér bragðaref með jarðarberjum, bönunum og marsbitum. En það sem stóð auðvitað uppúr var að fá að vera með yndislegu fjölskyldunni minni og vinum. Mamma, pabbi, amma, Lísbet, Árni, Þoffi, Tinna, Daníel, Arnar Bjarki, Anna Karen, Anna Valgerður, Sunna, Þórunn, Rannveig, Thelma, Ásgeir, Takk fyrir að vera til!

The Easter was great. I ate a big chocolate easteregg, ate a lot of good mommy-food, huged and kissed my little nephews and nieces (and the big one aswell), went too many times to Vegamót, went to a baby-swimming class, checked out wedding dresses, drove way too many times between Borgarnes and Reykjavík and had a special icelandic icecream that has strawberries, bananas and Mars. But my most favorite thing was to meet my amazing family and friends.

Hér koma svo nokkar myndir af herlegheitunum:

Here are some pictures:



Hann elskar mömmu sína svooooo mikið :).

My nephew loves his mother very, very much :).




Pabbi að kenna Önnu Valgerði Elvis sporin.

My dad teaching my niece the Elvis moves.





Ulla!

My niece very often puts her tounge out when she's happy :).


Anna Valgerður með húfu sem ég prjónaði.

Anna Valgerður trägt eine Mütze ich habe gestrickt.


Á páskadag máluðum við páskaegg.

Am Ostersonntag haben wir Eier gemalt.



Matarborðið á páskadag... slef.

Das Essen am Ostersonntag.



Meistaraverkið mitt. Fyrirmyndin var Anna Karen.

My masterpiece. My niece was my inspiration.



Ég og páskaeggið mitt!

Me and my Easteregg!



Ég og Anna Karen að leita af eggjum.

Me and my niece on the hunt for Eastereggs.



Fleiri meistaraverk. Panna cotta, súkkulaðimús og himberjasósa.

Also my masterpieces. Panna cotta, chocolate mousse and Himbeersoße.




Ég og Anna Valgerður að skemmta okkur.
Me and my niece having fun.

Liebe Grüße,
Helga

P.s. Ég hef ekki séð comment MJÖG lengi. Ef ég fæ ekkert til baka nenni ég þessu ekki!!! Það þarf ekkert að segja neitt sniðugt né skrifa einhverja ritgerð, nafnið ykkar er alveg nóg. Bitte!


6 comments:

Anonymous said...

Já þetta voru alveg æðislegir páskar. Takk kærlega fyrir allt saman.
Þú mátt ekki hætta að blogga, því það er alveg ómetanlegt að geta fylgst svopna með þér.
Knús mamma

Anonymous said...

Hallo an Alle!!!

Helga is back!!!
Deine Familie und deine Freunde schauen sehr sympathisch aus!! Besonders deine Nichte mit deiner Haube!!! Ich hoffe, dass du kein allzu großes Heimweh hast!!
Ich freue mich sehr, dass wir uns wahrscheinlich am Donnertag treffen!!! Ich bin schon gespannt, was wir unternehmen!!! (Wenn ich mir deine Fotos anschaue, bekomme ich jedes Mal einen Hunger!!!:-))

Liebe Grüße
Simone

Anonymous said...

elsku dullan mín, ekki hætta að blogga plis. Eg skal skrifa comment þótt það vanti nánast alla stafina á lyklaborðið, já Ak plokkaði þá af;)þetta tekur bara svolítinn tima. mig langar að sjá kirsuberjatreð sem þú varst að tala um. ástar-og saknaðarkveðjur úr viðarrimanum

Ragna said...

Ég slefaði yfir páskaegginu þínu. Það stærsta sem ég sá þessa páskana var númer 2... og skandallinn var sá að páskaeggin númer 1, sem voru seld hér í USA með enskum málsháttum, innihéldu ekki einu sinni nammi! Þau voru tóm með bara málshætti!!! (og málshátturinn var blár í þokkabót)

Hah, var þetta ekki gott komment ;)

Anonymous said...

Elsku Helga, gott að þú ert komin aftur til Vínar í heilu lagi og búin að fá smá voril í kroppinn :) Við söknum þín fullt en vonum að þú skemmtir þér vel og njótir góða veðursins þangað til þú kemur aftur til okkar þann 18. apríl!
Knús og kossar,
Tinna, Árni og Anna Valgerður

Anonymous said...

Velkomin heim......... sjáumst fljótt.