Fyrstu tvær myndirnar eru teknar á leiðinni í söngtíma, þ.e.a.s. í bænum Weidling í Klosterneuburg.
Svo koma fyrir og eftir myndir af kirsuberjatrénu mínu (sem ég held reyndar að gefi ekki af sér nein kirsuber).
Fyrstu tvær myndirnar eru teknar fyrir páska. Þá voru ekki komið neitt svakalega mikið af bleikum blómum á tréð.
Næsta mynd var tekin í síðustu viku. Bleiku blómin eru farin og það orðið dökkrautt. Mér finnst mjög furðulegt hvað svona fallegt tré getur orðið svona ljótt á stuttum tíma. Það liggur við að það sé ekki þess virði að hafa þau.
Nei nei, það er alveg ágætt svona líka.
Ég fór í hádegismat með Simone í dag á ítalskan veitingastað í miðbænum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef smakkað gott pasta hér í Vín þannig að ég mun pottþétt fara aftur á þennan stað. Við hittum svo Rannveigu og Melanie, versluðum eyrnalokka og fórum á kaffihús. Kom síðan seint heim með hausinn fullan af ensku og þýsku. Það er ekki skrýtið að mig er farið að dreyma þýsku á næstum hverri nóttu.
Für meine liebe Österreichische Freunde: Leider glaube ich, dass der Text oben nicht sehr interessant für euch ist so ich möchte nicht übersetzen. Wenn ich bin in Island blogge ich noch auf Englisch.
P.s. Gibt es das Verb "bloggen"?
Bis bald,
Helga
2 comments:
Hæ elsku dúllan mín!
Mér finnst þetta rauða tré svo fallega vaxið, að það setur fallegann svip sbvæðið, sem er ofhlaðið stótum byggingum.
Það er alveg óumræðilega fallegt í þessum bær þar sem þú ert í söngtímum. Ekki spillir blómskrúðið fyrir.
Knús mamma
Frh.
gleymdi að nefna það hvað ég er ánægð að þú skulir hafa fengið "almennilegt pasta" at last. Það skiptir okkur kvenlegginn í þessari fjölskyldu miklu máli að fá það "stöff" í vömbina reglulega, til að viðhalda geðheilsu.
Knús mamma
Post a Comment