Wednesday, April 30, 2008

Mein Kampf

Í gær var ég stadisti fyrir myndina Mein Kampf. Hún fjallar um yngri ár Hitlers og er byggð á samnefndri bók hans.

Ég flaug til Vínar á mánudag og var komin um ellefu leytið heim í íbúðina mína. Ég fékk þá að vita að ég þyrfti að vera mætt kl. 6.15 morguninn eftir í búningafyrirtækið í 11. hverfi. Ég hafði ekki sofið mikið nóttina fyrir flugið vegna kvefs og óróleika og var þar að auki komin með rosalegar hellur fyrir eyrun vegna kvefsins. Það endaði með því að ég svaf einungis tvo tíma fyrir kvikmyndatökurnar í gær. Eins og ég sagði áður hér á blogginu þá þurfti ég að klæðast korseletti. Sem betur fer var það ekki bundið jafn þröngt og þegar ég fór í mátunina.
Við fórum svo í búninga og hárgreiðslu og mér til mikillar (ó)gleði fengum við ekkert make-up. Allt átti að vera eins náttúrulegt og hægt var... fáránlegt :). Okkur var svo keyrt á tökustaðinn uppúr 7 en tökurnar fóru fram í fyrsta hverfi, rétt við háskólann. Síðan tók við endalaust löng bið. Ég held að klukkan hafi verið um 15 þegar ég fékk loksins að gera eitthvað. Það var þó yndislegt að hafa Rannveigu á settinu og var mikið spjallað og sprellað.
Eftir að hafa verið í korselettinu í ca. 5 tíma fór það að vera óþægilegt en eftir hádegi var orðið mjög erfitt að sitja vegna bakverks. Þegar við vorum loksins búnar, eftir að hafa verið úti í tæpa 12 tíma, fórum við aftur í búningahúsið í leigubíl. Verkirnir vegna korselettsins voru þá nánast óbærilegir. Það var því ekkert smá mikill léttir að komast loks úr því og ná að anda eðlilega. Ég er MJÖG fegin að hafa ekki verið uppi á þessum tíma.

Yesterday I was an extra on the film Mein Kampf. When I arrived in Vienna, at 22.30 I found out that I had to be on the set at 6.15... :/. So I slept only for two hours, had a cold and had to be outside for about 12 hours. Not very smart :).

Hér koma svo nokkrar myndir af öllu (Varúð: ég er nokkuð veik og ekki með neinn farða á þessum myndum)

Here are some pictures (Achtung: Ich war krank und hatte keine Maske):



Ég sem elegante Passantin (elegant gangandi vegfarandi).
Me as elegante Passantin.


Ég og Rannveig, sem var eine Frau die Fenster schließt (kona sem lokar glugga).
Me and Rannveig, who was eine Frau die Fenster schließt.

Aðdáendur okkar Rannveigar voru svo æstir að það þurfti að loka götum Vínarborgar.
Me and Rannveig's fans were so crazy that they had to close the streets of Vienna.

Háskólinn í Vín
Uni Wien


Hádegismatnum okkar var stillt upp á vegg.
Fyrir neðan voru gangandi vegfarendur.
Our lunch on a wall. Down below there were people walking by.



Svona sólgleraugu voru mjög vinsæl í kringum 1910.
These sunglasses were very popular around 1910.

Það var svo mikið af myndarlegum eldri mönnum á settinu
að Rannveig sá sig knúna að lyfta aðeins pilsfaldinum.
There were so many handsome older men on set
that Rannveig decided to lift up her skirt.




Ég var aðeins djarfari.
I was a bit bolder.


Ég og þjónustustúlkan mín.
Me and my maid.



Ég var með skykkju.
I had a cape.


Þegar ég kom heim var ég svo búin á því að ég sofnaði næstum strax og svaf í 12 tíma. Það reyndist ekki mjög sniðugt að vera úti, ósofin með kvef í svona langan tíma í gær því að í dag er ég komin með ennþá meiri hálsbólgu og kvef. Næstu dagar fara í það að hrista það af sér. En þetta var samt þess virði vegna skemmtanagildis og peninganna :).

Bis später,
Helga

6 comments:

Anonymous said...

Hæ elsku dúllan mín!
Það er aldeilios gaman hjá ykkur Rannveigu, þó ég hafi áhyggjur af kvefinu þínu. Þið eruð ekkert smá flottar alveg eins og fyrir 100 árum. Ég vona að innyflin þín beri ekki skaða af meðferðinni, sérstaklega eftir að ég frétti að þú værir öll marin eftir korsilettið. Þvílíkt pintingartól. Það eru pottþétt karlar sem hafa fundið upp korsilettið. Knús og kel, mamma

Anonymous said...

Hæ dúll
Kvitt og aftur kvitt.
Ástar-og saknaðarkveðjur
Stóra systirin:)

Anonymous said...

rosalega ertu elegant

kv. daníel örn

Anonymous said...

rosalega er amma mikill femenisti, kenna okkur um korsilettið.

Danni aftur hér

Anonymous said...

Halló halló :)

Ég held þú hljótir að hafa laumað á þig smá make-öppi á settinu... Ekki hægt að sjá neinn mun!

Ótrúlegt að kvenþjóðin hafi samþykkt að ganga í þessum pyntingartólum... Ég hugsa að aukin mannfjölgun í heiminum sé að hluta til komin vegna þess að korsilett eru ekki lengur notuð... að staðaldri allavega...

Knúsknús og láttu þér nú batna!

Tinna, Árni og Anna Valgerður

Ps. Meinti ekki sem ég sagði um Vín, er bara með alvarlegt tilfelli af London-sýkinni ;) Langar í avocado sushi hehe

Anonymous said...

Hæ dúll,
Fyrirgefðu en er annað tímatal þarna í Víninu, hér er maímánuður ekki apríl. Nýjar fréttir takk....;)
Gamla systirin..