Thursday, July 31, 2008

EM í Vín

Eins og flestir vita var EM í fótbolta í Austurríki og Sviss þetta árið. Vín var gjörsamlega hertekin af fótboltaaðdáendum, fótboltabullum, fótboltaauglýsingum, fótboltalögreglum, sem sagt FÓTBOLTA. Fyrir þá sem eru vanir Vín án fótbolta var þetta frekar pirrandi. Á stóru svæði, sem inniheldur meðal annars Ráðhúsið, Þinghúsið, hluta af Hofburg, Burgtheater og svo stóran bita af hringnum*, var sett upp svæði kallað Fan Meile þar sem voru staðsettir margir risaskjáir, fullt af veitingabásum og risastórt svið. Þar af leiðandi hættu allir sporvagnar að ganga sem fara hringinn, mér til mikilla ama. Hins vegar var mjög gaman að fara og horfa á leikina á Fan Meile.

Frá Fan Meile

Það var í raun ótrúlegt, þegar tekið er tillit til þess hversu lítinn áhuga ég hef á fótbolta, hvað ég fór á marga leiki. Ég held bara hreinlega að ég hafi séð eitthvað frá öllum leikjunum. Þegar leið á var ég þó farin að fara á veðskrifstofur til þess að veðja nokkrum evrum á leikina til þess að gera þetta meira spennandi. Ég get mjög stolt upplýst að ég tapaði aldrei!


Frá Fan Meile

Með fyrstu leikjunum sem ég horfði á var Austurríki-Króatía. Ég gerðist mjög austurrísk, keypti stóran fána sem ég bar á herðum mér, lét lita austurríska fánann á kinnarnar, söng hástöfum "Immer wieder, immer wieder, immer wieder Österreich" og gekk niður að Stephansplatz. Þegar þangað var komið blasti skelfileg sjón við. Miðbærinn var gjörsamlega troðfullur af Króötum í vígahug. Við gengum í gegnum þvöguna og okkur var vægast sagt ekki vel tekið. Eftir nokkrar góðar tilraunir til að styðja okkar lið flúðum við í 12. hverfi og horfðum á leikinn í heimahúsi.


Helga að styðja sitt lið


Þrátt fyrir þessa eldraun fannst mér þetta mjög áhugavert. Austurríkisbúarnir virtust ekki hafa neinn áhuga á að flagga þjóðerni sínu. Á meðan okkur Íslendingum finnst ekkert sjálfsagðra en að finnast við vera best í heimi reyna Austurríkismenn að tala sem minnst um sitt eigið ágæti. Þjóðernishyggja varð nefnilega mjög viðkvæmt mál í Austurríki eftir seinni heimstyrjöldina. Og ekki bætti úr skák mál Natöschu Kampusch og Josef Fritzl.


Já, ég var með skikkju


Síðasti leikurinn sem Austurríki keppti var við Þýskaland. Ég breytti ekkert útaf vananum, klæddi mig í fánann, setti meiköppið á og söng. Þegar ég kom niður í bæ var stemningin allt önnur. Loksins komu Vínarbúarnir útúr húsum sínum og studdu sitt lið. Því þó að Austurríkisbúum finnist ekki mikils til síns koma, eru þeir alveg pottþéttir á því að vera betri en Þjóðverjar. Eftir að Austurríki féll svo út kepptust Vínarbúar við að styðja þau lönd sem voru að keppa á móti Þýskalandi. T.d. þegar úrslitaleikurinn (Spánn-Þýskaland) fór fram, voru líklega um 90% af stuðningsmönnum Spánar í Vín Austurríkisbúar.


Sumir voru með meira make-up en aðrir :)

Þetta var allt mjög skondið að sjá fyrir lítinn og saklausan Íslending. En þetta minnti mig óendanlega mikið á ríginn á milli Íslands og Danmörku :).

Bis später,

Helga


*Hringurinn er einstefnugata sem liggur í kringum Innere Stadt (gamla bæinn). Áður fyrr var þar borgarmúr.

Update

Það er svo margt sem hefur gerst síðan síðast að ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Ég er að spá í að gera bara nokkra minni pistla til þess að auðvelda mér lífið aðeins.

Friday, July 25, 2008

Jeminn eini.....

Er svona langt síðan ég bloggaði. Ég lofa betri tíð með blóm í haga. En ekki samt í dag, það er of gott veður.

Skelli hér inn einni mynd fyrir bloggþyrsta.




Bis sehr bald,
Helga

Tuesday, May 20, 2008

Afsakið hlé!

Vegna óviðráðanlegra orsaka hef ég ekki nennt að blogga í langan tíma. Ég vona að þið fyrirgefið mér. :)

Það sem er helst í fréttum er að það er yndislegt vor í Vín núna. Í síðustu viku var frábært veður, sól og blíða, en í dag er byrjað að rigna og það hefur kólnað all verulega (10°C). En maður getur ekki kvartað því ég vakna við fuglasöng og vorlykt á hverjum degi.

Mamma og pabbi komu þarsíðustu helgi og höfðum við það gott saman. Við sigldum meðal annars á Dóná og borðuðum allt alltof mikið. Við fórum líka í Volksoper og sáum Rakarann frá Sevilla. Í alla staða frábært að fá þau eins og alltaf.
Að lokum nokkrar myndir.


Ég og mamma í Schönbrunn garðinum




Fjölskyldan í Schönbrunn garðinum




Ég fór í afmæli til Rannveigar



Ich und meine Mutter

Bis später,
Helga

Wednesday, April 30, 2008

Mein Kampf

Í gær var ég stadisti fyrir myndina Mein Kampf. Hún fjallar um yngri ár Hitlers og er byggð á samnefndri bók hans.

Ég flaug til Vínar á mánudag og var komin um ellefu leytið heim í íbúðina mína. Ég fékk þá að vita að ég þyrfti að vera mætt kl. 6.15 morguninn eftir í búningafyrirtækið í 11. hverfi. Ég hafði ekki sofið mikið nóttina fyrir flugið vegna kvefs og óróleika og var þar að auki komin með rosalegar hellur fyrir eyrun vegna kvefsins. Það endaði með því að ég svaf einungis tvo tíma fyrir kvikmyndatökurnar í gær. Eins og ég sagði áður hér á blogginu þá þurfti ég að klæðast korseletti. Sem betur fer var það ekki bundið jafn þröngt og þegar ég fór í mátunina.
Við fórum svo í búninga og hárgreiðslu og mér til mikillar (ó)gleði fengum við ekkert make-up. Allt átti að vera eins náttúrulegt og hægt var... fáránlegt :). Okkur var svo keyrt á tökustaðinn uppúr 7 en tökurnar fóru fram í fyrsta hverfi, rétt við háskólann. Síðan tók við endalaust löng bið. Ég held að klukkan hafi verið um 15 þegar ég fékk loksins að gera eitthvað. Það var þó yndislegt að hafa Rannveigu á settinu og var mikið spjallað og sprellað.
Eftir að hafa verið í korselettinu í ca. 5 tíma fór það að vera óþægilegt en eftir hádegi var orðið mjög erfitt að sitja vegna bakverks. Þegar við vorum loksins búnar, eftir að hafa verið úti í tæpa 12 tíma, fórum við aftur í búningahúsið í leigubíl. Verkirnir vegna korselettsins voru þá nánast óbærilegir. Það var því ekkert smá mikill léttir að komast loks úr því og ná að anda eðlilega. Ég er MJÖG fegin að hafa ekki verið uppi á þessum tíma.

Yesterday I was an extra on the film Mein Kampf. When I arrived in Vienna, at 22.30 I found out that I had to be on the set at 6.15... :/. So I slept only for two hours, had a cold and had to be outside for about 12 hours. Not very smart :).

Hér koma svo nokkrar myndir af öllu (Varúð: ég er nokkuð veik og ekki með neinn farða á þessum myndum)

Here are some pictures (Achtung: Ich war krank und hatte keine Maske):



Ég sem elegante Passantin (elegant gangandi vegfarandi).
Me as elegante Passantin.


Ég og Rannveig, sem var eine Frau die Fenster schließt (kona sem lokar glugga).
Me and Rannveig, who was eine Frau die Fenster schließt.

Aðdáendur okkar Rannveigar voru svo æstir að það þurfti að loka götum Vínarborgar.
Me and Rannveig's fans were so crazy that they had to close the streets of Vienna.

Háskólinn í Vín
Uni Wien


Hádegismatnum okkar var stillt upp á vegg.
Fyrir neðan voru gangandi vegfarendur.
Our lunch on a wall. Down below there were people walking by.



Svona sólgleraugu voru mjög vinsæl í kringum 1910.
These sunglasses were very popular around 1910.

Það var svo mikið af myndarlegum eldri mönnum á settinu
að Rannveig sá sig knúna að lyfta aðeins pilsfaldinum.
There were so many handsome older men on set
that Rannveig decided to lift up her skirt.




Ég var aðeins djarfari.
I was a bit bolder.


Ég og þjónustustúlkan mín.
Me and my maid.



Ég var með skykkju.
I had a cape.


Þegar ég kom heim var ég svo búin á því að ég sofnaði næstum strax og svaf í 12 tíma. Það reyndist ekki mjög sniðugt að vera úti, ósofin með kvef í svona langan tíma í gær því að í dag er ég komin með ennþá meiri hálsbólgu og kvef. Næstu dagar fara í það að hrista það af sér. En þetta var samt þess virði vegna skemmtanagildis og peninganna :).

Bis später,
Helga

Monday, April 28, 2008

Icelandic food

It wouldn‘t be a real trip home without some great food to eat. On Thursday my brother went with his father-in-law hunting on his fishing boat. Usually they catch fish but this time they hunted seabirds. My brother then brought us 5 birds that he shot, 2 Lundi (Puffin) and 3 Álka (Razorbill).


My dad and I then made the birds ready for cooking. This is kind of a father-daughter tradition of ours since at Christmas we always do this together only with another type of bird, Rjúpa (Ptarmigan).




The birds then ended up on our plates.




The other day we ate fish, Rauðspretta (European plaice)




And yesterday it was of course Icelandic lamb


Tomorrow (well, actually today) I‘m going to Wien again. Can‘t wait to be greated by the Österreichischer Frühling.

This food-post is dedicated to Simone :)

Bis bald,
Helga

Friday, April 25, 2008

Tónleikarnir - Das Konzert

I had a concert yesterday in my hometown, Borgarnes. The concert was organized by Tónlistarfélag Borgarfjarðar (Borgarfjörður Musikverein) and was called Ungir tónlistarmenn í Borgarfirði (Young musicians in Borgarfjörður). There were three other musicians with me, another soprano, a girl who played the flute and a guy who played the piano. They were all really amazing and I was really happy to get to peform with them.

The view out of the window in the church where the concert were held


It is a known fact that it is impossible to take good pictures of singers when they are performing (at least of me). Despite that, I'm going to publish some funny pictures from the concert.

Sooo serious! Kanske vil der gå både vinter og vår...


Adieu, notre petite table...
The dress was bought in some sleazy joint in the 16th district of Vienna

Ohhh... the drama. Wo ich ihn nicht hab, ist mir das Grab...

Me and the other musicians, Sigríður Hjördís, Birgir and Bryndís

After the concert we had a little party at my parents' house.

Girls with champagne and chocolate!
(My colleague Hanna Þóra, my grandmom, my sister, me,
my accompanist, my mom and my aunt with my niece)


Me and my accompanist, Hólmfríður. She's so great, I love her :).

This was such a wonderful night. I, of course, forgot every technique that I've ever learned but I had a great time which is also very important. Thank you all so much for the greetings and the support. I'm so overwhelmed how many great friends I have :).

Kærar þakkir til allra þeirra sem komu á tónleikana. Og takk líka til þeirra sem sendu kveðjur og sýndu stuðning. Þið eruð frábær! :*

Adieu,
Helga

Monday, April 21, 2008

Zu Hause

I came to Iceland on Friday night for a 10 days "business" trip. When I arrived in Reykjavík my new car was waiting for me :).


Isn't it beautiful???

Besides from driving around in my cool new car I have been practicing for a concert on Thursday night. It hasn't been going very well because of my jet lag but it's hopefully getting better. It is really soothing to sing in my house here, the acoustics are great and also the view.


Yes, anyone can sing when looking out of my window :). Actually, it's not so snowy right now. But still beautiful.

I have also been trying to squeeze my stuff from my old apartment into my room here at my parents. It is a very delicate and complicated job, which only people with extreme mathematical knowledge can accomplish. What I have learned from this is that I have way too much stuff and that I have to get over my fear of throwing things away. Maybe I should get some professional help.

Alrighty, I know, this is the most boring blog ever. I promise that the next one will be somewhat better.

Bis bald,
Helga

Thursday, April 17, 2008

Fleiri vormyndir

Munið þið hvernig útsýnið út um gluggann minn var í mars?


Þessi mynd var tekin 11. mars.






Í dag er útsýnið svona




Wunderschön!

Yfir og út,

Helga

Wednesday, April 16, 2008

Vorið er komið og grundirnar gróa...

Já, það er svo sannarlega komið vor hérna eins og meðfylgjandi myndir sína.

Fyrstu tvær myndirnar eru teknar á leiðinni í söngtíma, þ.e.a.s. í bænum Weidling í Klosterneuburg.


Svo koma fyrir og eftir myndir af kirsuberjatrénu mínu (sem ég held reyndar að gefi ekki af sér nein kirsuber).
Fyrstu tvær myndirnar eru teknar fyrir páska. Þá voru ekki komið neitt svakalega mikið af bleikum blómum á tréð.



Næsta mynd var tekin í síðustu viku. Bleiku blómin eru farin og það orðið dökkrautt. Mér finnst mjög furðulegt hvað svona fallegt tré getur orðið svona ljótt á stuttum tíma. Það liggur við að það sé ekki þess virði að hafa þau.

Nei nei, það er alveg ágætt svona líka.

Ég fór í hádegismat með Simone í dag á ítalskan veitingastað í miðbænum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef smakkað gott pasta hér í Vín þannig að ég mun pottþétt fara aftur á þennan stað. Við hittum svo Rannveigu og Melanie, versluðum eyrnalokka og fórum á kaffihús. Kom síðan seint heim með hausinn fullan af ensku og þýsku. Það er ekki skrýtið að mig er farið að dreyma þýsku á næstum hverri nóttu.

Für meine liebe Österreichische Freunde: Leider glaube ich, dass der Text oben nicht sehr interessant für euch ist so ich möchte nicht übersetzen. Wenn ich bin in Island blogge ich noch auf Englisch.

P.s. Gibt es das Verb "bloggen"?

Bis bald,

Helga




Thursday, April 10, 2008

Er ég orðin austurrísk?

Klukkan er 23.30 og það er 16 stiga hiti úti. Mér er samt skítkalt. Er þetta merki um að ég sé orðin austurrísk?

Lífstykki - Corset

Á mánudaginn fór ég í búningamátun fyrir enn eitt verkefnið sem ég var beðin um að vera stadisti í. Það er semsagt verið að gera mynd um Hitler sem heitir Mein Kampf. Það er víst einhver voða frægur þýskur leikari sem mun leika í myndinni. Sá kauði heitir Götz George. Konan sem hringdi í mig reyndi mjög lengi að vera með eitthvað "namedropping" en ég, heimski útlendingurinn, hafði ekki hugmynd um hver þessi karl er.




En allavega, ég fór í búningamátun og þegar ég mætti var búið að velja búning handa mér, dökkt pils og jakka og svo einhverja kápu yfir. Síðan þegar ég ætla að fara í búninginn vippa þau upp lífstykki. Ég get svo svarið það, næstu 10 mínútur voru bara eins og klipptar útúr Titanic þegar þjónustustúlkan er að troða Kate Winslet í lífstykkið. Það er ekkert smá vont að vera í þessu. Gjörsamlega öll fita treðst upp og niður og innyflin troðast á einhverja staði sem þau eiga ekki að vera. Það var mjög skrýtið að anda og ég gat eiginlega ekki hreyft mig mikið. Eini kosturinn við þetta var að maður neyðist til þess að standa þráðbeinn í baki. Þegar ég leit svo í spegil var ég gjörsamlega með minnsta mitti í heimi... það var smá kúl :). Það endaði svo með því að það þurfti að finna annan búning handa mér því að með lífstykkinu var hann alltof stór á mig.
I went to Kostümprobe on Monday for the Mein Kampf film. My costume had already been selected, a dark skirt and a jacket and ein Mantel. When I was about to put the costume on they brought a corset over. The next minutes were like from the film Titanic when Kate Winslet is beeing put into a corset. It hurt pretty bad to wear it. All fat is pushed up and down and all the organs pushed into places they shouldn't be in. It was very weird to breathe and I couldn't move much. They only pro about the corset is that you are forced to stand really straight. When I looked into a mirror I was shocked to see this tiny waist... which I found a little bit cool :). At the end they had to find a new costume because with the corset the first costume was way too big.


Ég er mjög fegin að ég þarf bara að vera í þessu í einn dag því annars færi ég örugglega að líta út eins og Dita von Teese.
Luckily I only have to wear the corset for a day. Otherwise I would start to look like Dita von Teese.


Ég mun síðan vonandi setja mynd af mér í búningnum eftir tökurnar.
Bið að heilsa öllum og hlakka til að koma heim :D.
Liebe Grüße,
Helga

Tuesday, April 8, 2008

Ég hef ekkert gáfulegt að segja...

... þannig að ég ætla að skella inn mynd sem var tekin síðasta fimmtudag. Ég, Rannveig og Simone fórum út á borða á austurrískum stað sem heitir Zum Huth. Fengum mjög gott að borða og var þetta skemmtilegt kvöld í alla staði.


Annars gengur allt vel og ég er að skemmta mér konunglega hér í Vínarborginni :).

Yfir og út,
Helga

P.s. Ef þið haldið að ég geri ekki annað en að borða... þá hafið þið rétt fyrir ykkur.

Tuesday, April 1, 2008

Páskar - Easter - Ostern

Achtung! Englisch Version unter.

Ég er komin aftur til Vínar í frábært veður. Trén eru farin að laufgast og blómin að springa út. Í gær og í dag var 17°C og sól. Við Rannveig gátum meira að segja borðað úti í hádeginu í dag og fengum við að hlýða á óþolandi harmonikkutónlist á meðan. Já, það er svo sannarlega komið vor.

This part will not be translated :).

Páskarnir heima voru æðislegir. Ég borðaði stórt páskaegg, borðaði fullt af góðum mömmumat, fékk að knúsa litlu frændsystkinin mín (og það stóra líka), fór í of margar ferðir á Vegamót, fór í ungbarnasund, skoðaði brúðarkjóla, keyrði alltof, alltof oft á milli Borgarnes og Reykjavíkur og fékk mér bragðaref með jarðarberjum, bönunum og marsbitum. En það sem stóð auðvitað uppúr var að fá að vera með yndislegu fjölskyldunni minni og vinum. Mamma, pabbi, amma, Lísbet, Árni, Þoffi, Tinna, Daníel, Arnar Bjarki, Anna Karen, Anna Valgerður, Sunna, Þórunn, Rannveig, Thelma, Ásgeir, Takk fyrir að vera til!

The Easter was great. I ate a big chocolate easteregg, ate a lot of good mommy-food, huged and kissed my little nephews and nieces (and the big one aswell), went too many times to Vegamót, went to a baby-swimming class, checked out wedding dresses, drove way too many times between Borgarnes and Reykjavík and had a special icelandic icecream that has strawberries, bananas and Mars. But my most favorite thing was to meet my amazing family and friends.

Hér koma svo nokkar myndir af herlegheitunum:

Here are some pictures:



Hann elskar mömmu sína svooooo mikið :).

My nephew loves his mother very, very much :).




Pabbi að kenna Önnu Valgerði Elvis sporin.

My dad teaching my niece the Elvis moves.





Ulla!

My niece very often puts her tounge out when she's happy :).


Anna Valgerður með húfu sem ég prjónaði.

Anna Valgerður trägt eine Mütze ich habe gestrickt.


Á páskadag máluðum við páskaegg.

Am Ostersonntag haben wir Eier gemalt.



Matarborðið á páskadag... slef.

Das Essen am Ostersonntag.



Meistaraverkið mitt. Fyrirmyndin var Anna Karen.

My masterpiece. My niece was my inspiration.



Ég og páskaeggið mitt!

Me and my Easteregg!



Ég og Anna Karen að leita af eggjum.

Me and my niece on the hunt for Eastereggs.



Fleiri meistaraverk. Panna cotta, súkkulaðimús og himberjasósa.

Also my masterpieces. Panna cotta, chocolate mousse and Himbeersoße.




Ég og Anna Valgerður að skemmta okkur.
Me and my niece having fun.

Liebe Grüße,
Helga

P.s. Ég hef ekki séð comment MJÖG lengi. Ef ég fæ ekkert til baka nenni ég þessu ekki!!! Það þarf ekkert að segja neitt sniðugt né skrifa einhverja ritgerð, nafnið ykkar er alveg nóg. Bitte!