Frá Fan Meile
Það var í raun ótrúlegt, þegar tekið er tillit til þess hversu lítinn áhuga ég hef á fótbolta, hvað ég fór á marga leiki. Ég held bara hreinlega að ég hafi séð eitthvað frá öllum leikjunum. Þegar leið á var ég þó farin að fara á veðskrifstofur til þess að veðja nokkrum evrum á leikina til þess að gera þetta meira spennandi. Ég get mjög stolt upplýst að ég tapaði aldrei!

Frá Fan Meile
Með fyrstu leikjunum sem ég horfði á var Austurríki-Króatía. Ég gerðist mjög austurrísk, keypti stóran fána sem ég bar á herðum mér, lét lita austurríska fánann á kinnarnar, söng hástöfum "Immer wieder, immer wieder, immer wieder Österreich" og gekk niður að Stephansplatz. Þegar þangað var komið blasti skelfileg sjón við. Miðbærinn var gjörsamlega troðfullur af Króötum í vígahug. Við gengum í gegnum þvöguna og okkur var vægast sagt ekki vel tekið. Eftir nokkrar góðar tilraunir til að styðja okkar lið flúðum við í 12. hverfi og horfðum á leikinn í heimahúsi.

Helga að styðja sitt lið
Þrátt fyrir þessa eldraun fannst mér þetta mjög áhugavert. Austurríkisbúarnir virtust ekki hafa neinn áhuga á að flagga þjóðerni sínu. Á meðan okkur Íslendingum finnst ekkert sjálfsagðra en að finnast við vera best í heimi reyna Austurríkismenn að tala sem minnst um sitt eigið ágæti. Þjóðernishyggja varð nefnilega mjög viðkvæmt mál í Austurríki eftir seinni heimstyrjöldina. Og ekki bætti úr skák mál Natöschu Kampusch og Josef Fritzl.

Já, ég var með skikkju
Síðasti leikurinn sem Austurríki keppti var við Þýskaland. Ég breytti ekkert útaf vananum, klæddi mig í fánann, setti meiköppið á og söng. Þegar ég kom niður í bæ var stemningin allt önnur. Loksins komu Vínarbúarnir útúr húsum sínum og studdu sitt lið. Því þó að Austurríkisbúum finnist ekki mikils til síns koma, eru þeir alveg pottþéttir á því að vera betri en Þjóðverjar. Eftir að Austurríki féll svo út kepptust Vínarbúar við að styðja þau lönd sem voru að keppa á móti Þýskalandi. T.d. þegar úrslitaleikurinn (Spánn-Þýskaland) fór fram, voru líklega um 90% af stuðningsmönnum Spánar í Vín Austurríkisbúar.

Sumir voru með meira make-up en aðrir :)
Þetta var allt mjög skondið að sjá fyrir lítinn og saklausan Íslending. En þetta minnti mig óendanlega mikið á ríginn á milli Íslands og Danmörku :).
Bis später,
Helga
*Hringurinn er einstefnugata sem liggur í kringum Innere Stadt (gamla bæinn). Áður fyrr var þar borgarmúr.
2 comments:
Hæhæ Helga mín!!
Ég sé það að við höfum verið í svipuðum hugleiðingum undanfarnar virkur. Nema hvað að ég var að horfa á handbolta en þú fótbolta :)
Gott að sjá svona margar myndir - vona að þú hafir það frábært þarna úti :)
Knús frá Beijing,
Helga
Hvað er að frétta?
Post a Comment