Thursday, March 20, 2008

Home Sweet Home

Für meine liebe Freunde in Wien blogge ich jetzt auf Englisch.

The last few days in Iceland have been fantastic. I have spent most of my time meeting family and friends and of course EATING. We had a dinner party my first night and ate awesome icelandic mountain lamb ala mamma. This meat tastes pretty different from other lamb in the world so I was very happy to finally get it.



Some before and after shots of the meat.


My nephew, me, my brother and my sister-in-law having lamb.

I visited the hospital on Monday and met my brother, who is working there in some vein department (don't know the appropriate word for it in English). It is very nice to have a doctor in the family and we never give my brother any peace because of our "Krankheiten". My sister is also pretty much stalked by my family because she is a professional Massage Therapist.


On Monday night I went to a coffeehouse/restaurant/bar/club called Vegamót. We have many places like this in the center of Reykjavík which are coffee houses and restaurant in weekdays and during the day on weekends but change into bars and clubs at weekend nights. Anyways, the food at this particular place is really great and I had a burrito since I haven't found any place in Wien that serves proper mexican food.

Few pictures from Vegamót of me and my friends, Þórunn and Sunna :*.



Next day we went with Sunna to try out wedding dresses :). Of course I'm not allowed to publish photos from that but I tried something on aswell.



Yesterday I went swimming with my 6 months old niece. It was really cool and she was so amazing in the swimming pool.

And my other niece now knows how to say Helga. It's so cute :).


Today my grandmother, my siblings and their families will come to my parent's place and we will eat great food, play board games, watch TV and hang out. Hope everyone will have a great Easter holiday.
Liebe Grüβe aus Island!
Bis bald,
Helga

Wednesday, March 12, 2008

Meiri upptökur

Á mánudaginn vann ég aftur sem stadisti. Casting fyrirtækið sem sá um La Bohéme bað mig semsagt um að vinna þennan eina dag við þátt sem kallast Die 4 da.





Ég hafði enga hugmynd um hvernig þáttur þetta væri áður en ég mætti á svæðið. Við vorum 8 stadistar og allt fólk sem hafði verið í La Bohéme þannig að þetta var voða næs og heimilislegt. Eftir nánari yfirheyrslur komst ég að því að þetta er gamanþáttur sem er sýndur á ORF1 sem er fyrsta sjónvarpsstöð Austurríska Ríkisútvarpsins. Þátturinn samanstendur af stuttum "sketchum", kannski ekki ólíkt Spaugstofunni eða Fóstbræðrum. Þættirnir eru tiltölulega nýjir (var byrjað að sýna þá 2007) og eru sýndir á fimmtudagskvöldum. Ég held að þeir séu nú ekkert sérstaklega vinsælir ennþá. Alllavega höfðu allir Ausutrríkisbúarnir, sem ég spurði, aldrei séð þá.
Ég fékk símtal frá casting skrifstofunni daginn áður og var látin vita að ég þyrfti að koma með eigin búninga. Ég átti að koma með tvo jakka/kápur, sem máttu ekki vera svartir og svo sexý diskóföt, sem máttu einnig ekki vera svört. Upphófst því mikill hausverkur yfir vali á fatnaði. Þeir sem þekkja mig vita nefnilega að flest í mínum fataskáp er kolsvart. Mér tókst þó á endanum að taka með mér tvær fullar töskur af fötum og skóm. Ég var mætt kl. 9 á endastöð U6 línunnar og þar beið okkar maður sem vinnur við þættina. Þaðan tókum við strætó til bæjar suður af Vín sem heitir Mödling. Upptökurnar fóru fram í gamla miðbænum og ég verð að segja að ég hef sjaldan séð jafn sjarmerandi stað, allt mjög austurrískt og krúttlegt.
Við tók náttúrulega hin hefðbundna bið og make-up. Ég veit ekki alveg hvaðan þau hafa fengið förðunarfræðinginn því ég leit út eins og kynskiptingur eftir hana. Við byrjuðum svo að vinna um hádegisbil. Við áttum að leika mótmælendur og vorum við með kröfuspjöld, undirskriftalista og þess háttar. Ég skildi nú ekki alveg hverju við vorum að mótmæla en mér skilst að það hafi verið framkvæmdir sem höfðu áhrif á dýralíf einhverra froska. Ég fékk síðan að gera aðeins meira en hinir :). Ég fékk að labba að manni sem hefði verið sleginn niður og vera sjokkeruð á meðan allir hinir stóðu bara kyrrir. Leikstjórinn hrósaði mér síðan fyrir leikræna tilburði og staðsetningu. Mér fannst þetta allt frekar fyndið því ég hef nú aldrei verið þekkt fyrir afburða leikhæfileika og líka vegna þess að tvær af stelpunum sem voru stadistar eru að læra leiklist við einhvern kvikmyndaskóla hér í borg. Ég held að þær hafi ekkert verið sérstaklega ánægðar.
Þegar klukkan var eitthvað í kringum 14 fengum við að vita að okkar vinnu væri lokið og að við þyrftum ekki að vera í diskóatriðinu. Ég var mjög fegin enda hafði val á þessum sexý diskófötum valdið mér miklum sálrænum skaða. Ég og einn af pókerfélögum mínum ákváðum því að nýta sólina sem skein þennan dag og fengum okkur að borða úti á einu kaffihúsinu í Mödling. Hér að neðan er ein mynd sem ég tók frá kaffihúsinu af miðbæ Mödling.


Eins og við var að búast er ég orðin mjög fræg í Austurríki. Ég kom í sjónvarpinu í gær þegar var verið að sýna þátt sem fjallaði um La Bohéme og hafði ég þar áður sést tvisvar í ríkissjónvarpinu. Síðan á náttúrulega eftir að sýna stórleik minn í Die 4 da og svo kemur La Bohéme vonandi út sem fyrst. Svona er líf stórstjörnunnar í dag.

Bis bald, Helga

Tuesday, March 11, 2008

Nýja færslu segiði...

Síðustu dagar hafa verið mjög viðburðaríkir. Ég og Rannveig ákváðum að gerast túristar á sunnudaginn. Það var nú kominn tími til því það er til skammar hvað við erum búnar að sjá lítið af þessum markverðu stöðum í Vín. Útaf því að það var sunnudagur var náttúrulega tilvalið að kíkja í kirkjugarð :). Fyrir valinu var Zentralfriedhof sem er stærsti kirkjugarðurinn í Vín og næst stærsti kirkjugarðurinn í Evrópu.




Til þess að komast í kirkjugarðinn þurftum við að ferðast nokkuð langt (miðað við að garðurinn er staðsettur í Vín). Á leiðinni sáum við gleraugnabúð sem greinilega endurnýjar gluggaútstillingarnar sínar ekki mjög oft. (Sjá mynd að ofan) Mental note: Aldrei flytja í 11. hverfi.

Í kirkjugarðinum stóra er staðsett mjög flott kirkja. Dr. Karl Lueger-Gedächtniskirche. Í kjallaranum eru fullt af grafreitum sem fjölskyldur hafa keypt. Myndin hér að neðan er af okkur Rannveigu í kirkjunni.




Þegar við vorum búnar að skoða kirkjuna rækilega lá leið okkar að gömlu gyðingagröfunum. Það var frekar sorglegt að ganga í gegnum þennan hluta kirkjugarðsins. Allar grafirnar eru mjög illa farnar vegna þess að enginn hefur séð um þær. Legsteinar eru margir annaðhvort hallandi eða alveg fallnir á jörðina og maður sér ekki suma legsteina lengur vegna gróðurs. Ég hef lesið að ástæðan fyrir þessu er sú að fjölskyldurnar séu ekki lengur "til staðar" til þess að sjá um grafirnar. Einn Austurríkisbúi sagði hins vegar að það væri ekki til siðs í gyðingdómi að fara að grafreitum. Ég held hins vegar að þetta sé enn eitt dæmi um afneitun Austurríkisbúa en þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að vilja ekki tala um hluti sem eru óþægilegir. En þetta er bara mín skoðun sem getur auðvitað verið bandvitlaus. Hér að neðan sjást nokkrar myndir af gyðingagrafreitunum.



















Þegar við vorum búnar að skoða gyðingasvæðið þá ákváðum við að skoða búddistagrafirnar. Þær voru frekar spes og við skildum hvorki upp né niður í grafsiðum þeirra. Hér að neða sést búddasvæðið.








En það sem var auðvitað merkilegast að sjá voru kaþólsku grafirnar sem eru í meirihluta í kirkjugarðinum. Vínarbúar eru víst mjög helteknir af dauðanum og eru margir sem safna fyrir útför sinni alla ævi. Það var mjög áhugavert að sjá að einstaklingar hafa ekki sér grafreit heldur er öll fjölskyldan saman og þá með mjög stóra og flotta legsteina. Ég sá nokkrar Richter fjölskyldur sem ég hefði kannski getað troðið mér með en ég held að ég vilji bara láta jarða mig á hinu látlausa Íslandi. Þetta var aðeins of mikið.




Þessi gröf var frekar spooky. Það var smá rifa á hurðinni.






Þessi fjölskylda er pottþétt frá Týrol.

Þegar við vorum búnar að ganga um garðinn í nokkra klukkutíma án þess að finna allt fræga fólkið sem er jarðað þar þurftum við að fara heim því von var á pókerfélögum mínum úr La Bohéme um kvöldið. Við ákváðum því að fara aftur í kirkjugarðinn seinna og vera þá búnar að kynna okkur betur hvar idolin okkar (t.d. Schubert, Beethoven, Brahms ofl.) liggja.

Að lokum koma tvær myndir frá pókerkvöldinu alræmda.


Bis bald, Helga

P.s. Ég skulda ykkur færslu um þáttinn sem ég var að leika í í gær. Kemur kannski í kvöld eða á morgun en bara ef þið eruð nógu dugleg að commenta.

Wednesday, March 5, 2008

Þorrablót

Laugardaginn síðasta var haldið hið árlega Þorrablót Íslendingafélagsins í Vín. Það var mikið stuð svo ekki sé meira sagt. Ég hef aldrei farið á Þorrablót áður og ekki heldur smakkað almennilegan þorramat. Ég kenni því um (eða þakka því fyrir) að matarvenjur á heimilinu mínu sem krakki voru mjög litaðar af dönskum hefðum ásamt því að faðir minn hleypir ekki hverju sem er inn fyrir sínar varir. Ég var því frekar skeptísk þegar ég mætti á blótið. En viti menn, þetta var allt saman ótrúlega gott nema kannski fyrir utan súrsuðu hrútspungana. Ég held reyndar að það hafi spilað inn í að þetta væri matur að heiman þannig að ef ég hefði verið að borða þetta á Íslandi hefði mér kannski ekki fundist þetta jafn gott. En hvað um það, frábært kvöld og vel staðið að öllu hjá Íslendingafélaginu. Takk fyrir mig! Hér koma svo nokkrar ritskoðaðar myndir frá blótinu.





Hlaðborð fullt af kræsingum




Meeee.....

Hangikjöt og harðfiskur geta ekki klikkað

Íslensk hörkukvendi

P.s. Vinsamlegast haldið mér við efnið með commentum, bitte schön!