Laugardaginn síðasta var haldið hið árlega Þorrablót Íslendingafélagsins í Vín. Það var mikið stuð svo ekki sé meira sagt. Ég hef aldrei farið á Þorrablót áður og ekki heldur smakkað almennilegan þorramat. Ég kenni því um (eða þakka því fyrir) að matarvenjur á heimilinu mínu sem krakki voru mjög litaðar af dönskum hefðum ásamt því að faðir minn hleypir ekki hverju sem er inn fyrir sínar varir. Ég var því frekar skeptísk þegar ég mætti á blótið. En viti menn, þetta var allt saman ótrúlega gott nema kannski fyrir utan súrsuðu hrútspungana. Ég held reyndar að það hafi spilað inn í að þetta væri matur að heiman þannig að ef ég hefði verið að borða þetta á Íslandi hefði mér kannski ekki fundist þetta jafn gott. En hvað um það, frábært kvöld og vel staðið að öllu hjá Íslendingafélaginu. Takk fyrir mig! Hér koma svo nokkrar ritskoðaðar myndir frá blótinu.
Hlaðborð fullt af kræsingum
Meeee.....
Hangikjöt og harðfiskur geta ekki klikkað
Íslensk hörkukvendi
P.s. Vinsamlegast haldið mér við efnið með commentum, bitte schön!
4 comments:
Hæ elskan!
Það er ekki hægt annað en að commenta á þorrablótið.
Í fyrsta lagi erum við pabbi þinn svakalega glöð að frétta svona af þér og ekki síst að sjá allar myndirnar, sem eru alveg ómetanlegar.
Í öðru lagi er ég náttúrulega svakalega skömmustuleg yfir því, að þú skulir ekki hafa fengið oftar þorramat í æsku. Þetta er þannig með þennann gamla íslenska mat að hann er kanske ekki allur mjög hollur, mjög mikil mör, saltið, sviðin ull, saltpétur í hangikjötinu. Ég tók slátur þegar þú varst lítil, og Árna Þór fannst slátur mjög gott þangað til hann var viðstaddur sláturgerð 1988 og vildi ekki slátur eftir það. (Skrítið, hann varð samt læknir)
Pabbi þinn vill ekki svið og súrsaða fitu, þannig að þótt mér þættu svið góð, var það sjaldan á borðum. Maður var jú alltaf að reyna að hafa hollann mat og þú varst mjög dugleg smekkmanneskja á hollann mat.
Ég vona að þú finnir flotta skó í búðunum í dag og helgin verði viðburðarík og skemmtileg hjá þér.
Svo hlakkar okkur til að frétta af sjónvarpsþáttaröðinni sem þú ert að fara að leika í á mánudaginn
Knús og kel,
mamma
Gaman að lesa um matvendni þína og sjá (ritskoðuðu) myndirnar af þorrablótinu. Ég bíð spenntur eftir að sjá þær sem ekki stóðust ritskoðun. Svo sakna ég þess að ekki hefur komið fram hversu lengi þorrablótið stóð.
Hvað þú heldur bara áfram í leiklistinni ;)
Annars hefði ég viljað fá svið á þorrablótinu sem ég fór á hér í New York borg. Saknaði þess mjög þegar ég sá Mýrina um daginn og sá aðfarir Erlendar rannsóknalögreglumanns. Það skemmdi heldur ekki að heyra ógeðisstunurnar í fólkinu í bíóinu :)
Hva á kannski bara að breyta um stefnu í lífinu og fara í leiklistarnám???? Þú er nú öflugri en ég í þorramatnum, það eina sem ég læt inn fyrir mínar varir er hangikjöt og ósúrsað slátur og lifrarpylsa.
Eru páskarnir alveg planaðir, eða hefur þú tíma til að máta fjólubláa brúðarmeyjakjólinn með stóru slaufunni??? :)
Er svo ekki komin tími á annað blog.
Adios amigos
Sunna
Post a Comment