Þá eru tökurnar því miður búnar. Mér finnst það ótrúlega sorglegt því það var svo gaman. (Varúð! Framundan er mjög væmið efni). Eftir sitja þó minningarnar og fólkið sem ég er búin að kynnast. Og ef ég verð búin að gleyma þessu öllu þegar ég er orðin gömul þá get ég huggað mig við það að fæturnir mínir munu bera þess merki ævilangt að hafa þurft að standa klukkutímunum saman í óþægilegustu skóm á jarðríki.
Veðrið er ennþá frábært hérna. Hiti 13,5°C og mjög lítill vindur. Það er líka byrjað að koma smá grænt á trén hérna :). Ég og Rannveig nýttum því góða veðrið til þess að versla enda kominn tími til að kíkja á sumartískuna.
Ég ætla að enda þetta á nokkrum myndum af settinu sem ég laumaðist til að taka síðasta daginn.
Bis später, Helga
Snjókoma í litlu götunni
Inni á kaffihúsinu Momus
Fyrir utan Café Momus
Hattabúðin
Ég í litlu götunni
Í litlu götunni
Moi
P.s. Þið verðið að afsaka ef Íslenskan mín er orðin eitthvað bjöguð. Þetta er það besta sem ég get gert eins og er. :)
1 comment:
Hehe, þú ert svo lík mömmu þinni með þennan hatt :D
Post a Comment