Tuesday, February 5, 2008

Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur


Hin heilaga þrenning er gengin í garð. Bakaðar voru bollur af íslensku sið á sunnudaginn. Það gekk ágætlega nema að bollurnar lyftu sér ekki nóg og smökkuðust þær því álíka og gerdeigsbollur. Ég kenni austurríska lyftiduftinu um, en eins og svo margt matarkyns frá Austurríki er það alltof veikburða. Til dæmis er varla bragð af saltinu hérna og rjóminn vill ekki þeytast.
Það er frekar erfitt að búa til íslenskan sprengidag hérna. Í fyrsta lagi langar mig bara í íslenskt lambakjöt (ég hef reyndar aldrei séð austurrískt lambakjöt í boði en það hlýtur samt að vera til), í öðru lagi hef ég ekki séð þessar hefðbundnu baunir sem þarf í réttinn og í þriðja lagi þá kann ég engan veginn að búa til saltkjöt og baunir. Ég ætla því hér með að biðja mömmu um að búa til hefðbundinn sprengidagsmat þegar ég kem heim um páskana. Hér í Austurríki kallast sprengidagur Fastnacht og er það síðasti dagur fyrir föstuna sem endar svo á páskunum. Ég veit ekki hvað þeir borða á þessum degi en það hlýtur að vera eitthvað mikið og gott. Nágrannarnir mínir virðast allavega vera að skemmta sér vel því ég heyri tónlistina í gegnum pappírsþunnu veggina hérna.
Öskudagurinn (þýs. Aschermittwoch) virðist svo vera nokkuð svipaður og heima á Íslandi. Í Gerngross verslunarmiðstöðinni hafa búningar verið seldir þannig Vínarbúarnir hljóta að halda einhvers konar grímuball. Við sjáum svo til hvort ég fái einhver syngjandi og sníkjandi börn í heimsókn á morgun.

8 comments:

Ragna said...

þú ert amk duglegri en ég - ekki nennti ég að baka bollur ;)

til hamingju með bloggið

Anonymous said...

Gaman að sjá bloggið þitt. Austurrískt lambakjöt getur verið ágætt þó það íslenska standi nú alltaf upp úr. Þú hefur ekki kvartað undan hávaðanum í nágrönnunum eins og þeir kvarta í þér..

Kv. frá Salz.
Ásgeir Páll

Helga Björk said...

Hahha.... Þeir sendu mér bréf daginn eftir þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir að ég hafi lækkað í tónlistinni. Þeir óskuðu mér svo gleðilegs vors með blómum og fuglasöng. Mjög weird.

Anonymous said...

Velkomin í bloggheima

Unknown said...

Það er aldeilis dugnaður að baka bollur! Mér datt það ekki einu sinni í hug, var bara fúl að það væri ekkert bakarí hér:)

Frábært að þú sért komin með blogg, hlakka til að lesa meira:)

Anonymous said...

Gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga, til hamingju með það. Á örugglega eftir að kíkja oft inn á síðuna hjá þér
kv. úr Borgarfirðinum Margrét

Unknown said...

gaman að geta fylgst með þér elskan :) knús að heiman ! Kv. Erna Dögg

Anonymous said...

Hæ dúllan mín!
Til hamingju með þetta allt saman. Ekki voru nú bakaðar bollur á mínu heimili heldur skundað út í bakarí;) Mér þykir þú nu aldeilis efni í góða húsfrú.
Ég er annars búin að vera að skima eftir þér á skypinu, það er svo langt síðan ég hef heyrt í þér. Hvernig væri taka smá spjall?
Ástar-og saknaðarkveðjur
Stóra sys og co