Semmel
Við tók svo mjög löng bið. Ég tók með mér bók til að lesa og settist á borð með einhverjum gömlum körlum sem reyndu nokkrum sinnum að tala við mig en ég þóttist ekki heyra í þeim því ég skildi ekki orð af því sem þeir sögðu. Ég hef komist af því á síðustu dögum að ég er alveg ágæt í "í söngtíma"-þýskunni en ég kann ekkert, og þá meina ég virkilega EKKERT, í "tala við ókunnuga"-þýskunni. Við vorum svo kölluð á settið um kl. 11.30. Það var ekkert smá mikil upplifun að koma á alvöru kvikmyndasett. Það var búið að byggja þrönga götu með fullt af húsum, búðum, kaffihúsinu Momus, portum og göngum, bara alveg eins og alvöru gata í París í lok 19. aldar. Það kom mér reyndar á óvart að þetta var allt miklu minna en ég hélt. Göturnar eru þrengri heldur en venjulegar gamlar götur, húsin aðeins minni o.s.frv. Við vorum svo látin æfa okkur í því að vera gangandi vegfarendur og svo var byrjað að taka upp. Það kom mér líka mjög mikið á óvart hvað þetta tekur rooooosalega langan tíma. Við þurfum að bíða svo ótrúlega lengi á milli hverrar töku. Sem dæmi þá er tekið á hverjum degi örugglega bara ca. 4 mínútur af myndinni sjálfri. Skórnir sem ég er í eru líka mjög óþægilegir, það óþægilegir að mig var byrjað að svima af verkjum fyrsta daginn.
Við vorum svo send nokkrum sinnum í pásu og í mat. Við erum fóðruð um kl. 15 á hverjum degi og er maturinn í stíl við morgunmatinn, einhver austurrískur viðbjóður sem samandstendur oftast af miklu kolvetni og vel unnu kjöti. Jæja, svo um eftirmiðdaginn þegar ég var búin að vera að lúðast með bókina mína tróðu sér þrír strákar (sem leika stúdenta í myndinni) á borðið mitt og til mikillar lukku nenntu að tala við mig. Upphófst þar vinskapur mikill sem leiddi svo til þess að ég kynntist fullt af fleira fólki. Það kom mér nokkuð á óvart að Austurríkisbúar eru ekki svo slæmir, þeir eru bara svolítið skemmtilegir. Fyrsti dagurinn leið síðan bara nokkuð hratt og vorum við send heim kl. 23 um kvöldið. Já, þá var ég búin að vera á settinu í 17 klukkutíma. Ég var gjörsamlega búin á því og fæturnir á mér voru að íhuga það mjög alvarlega að fara í verkfall. Tilhugsunin um að fá að fara heim að sofa hélt mér þó á lífi. Það var því frekar mikið sjokk að fá að vita það að ég þyrfti að mæta kl. 8 daginn eftir, sem þýddi það að ég fékk að sofa í 5 og hálfan tíma.Pókerspilarar
Ég var þó stillt og góð kind og mætti daginn eftir bara frekar hress þrátt fyrir svefnleysið. Dagurinn gekk svo nokkuð svipað fyrir sig nema að það voru mun lengri pásur og við fengum að fara heim kl. 21. Annar dagurinn var þess vegna miklu auðveldari. Þegar ég mætti í biðsalinn buðu stúdentarnir mér að spila póker og eins og ekta íslenskt hörkukvendi varð ég að taka þátt í því. Síðan þá höfum ég, ein önnur stelpa og stúdentarnir spilað póker í næstum öllum hléum og höfum mjög gaman af.Við fengum frí á sunnudaginn. Ég var ekki svo gáfuð að eyða honum í hvíld og afslappelsi heldur fór ég með R í ræktina, æfði mig að syngja og lærði. Ég var orðin síðan svo "upptunuð" um kvöldið að ég gat ekki sofnað og svaf bara í tvo tíma um nóttina. Ég þurfti svo að vakna kl. 6 og vera mætt kl. 8 á mánudaginn. Ótrúlegt en satt þá var ég bara nokkuð hress og það gekk vel að halda sér vakandi yfir pókerspilunum.
Dagurinn í gær var svo frekar fáránlegur. Ég var mætt klukkan rúmlega 8 í kvikmyndaverið og fór í hina daglegu förðun, hárgreiðslu og búningaskipti. Kvikmyndatökuliðið þurfti þó ekki á okkur að halda fyrr en um kl. 17.30 sem þýddi að við þurftum að bíða allan daginn. Við fengum svo að fara kl. 18.30. Svefnleysið síðustu daga var farið að segja til sín og ég var alveg að sofna allan daginn.
Stadistarnir ákváðu svo fara á einhvern "bar" strax á eftir og fylgdi ég auðvitað með. Þegar við komum á staðinn reyndist þó þetta vera einhver hörku neðanjarðarnæturklúbbur. Mér leist nú ekki alveg á blikuna, mér fannst þetta frekar hallærislegt og sérstaklega því við vorum fyrsta fólkið sem mætti á staðinn. Ég bjóst við að Scooter færi fljótt að hljóma í hátölurunm og var alveg tilbúin að flýgja við fyrsta tækifæri. Staðurinn fylltist þó fljótlega og var gjörsamlega pakkaður um miðnætti. (Halló! Það var þriðjudagur). Tónlistin var líka bara nokkuð góð enda var seventies og eighties kvöld. Mér til mikillar furðu var bara mjög gaman og mikið stuð. Einn af stúdentunum var síðan svo góður að skutla mér heim um tvöleytið og rotaðist ég gjörsamlega þegar ég lagðist á koddann.
Ég ætla svo að nota daginn í dag í hvíld enda veitir ekki af. Ég fer svo í söngtíma á morgun og aftur í kvikmyndaverið á föstudag.
En svona hafa síðustu dagar liðið. Ég vona að þið séuð sátt við þessar ítarlegu upplýsingar. Ég ætla svo að reyna að vera duglegri að taka myndir á föstudag og laugardag en vinkona mín úr kvikmyndinni sendi mér nokkrar áðan.
Bis später, Helga
4 comments:
Hæ Kvikmyndastjarnan mín!
Takk fyrir þetta skemmtilega raport. Ég ligg hérna lasin í rúminu að lesa bloggið þitt og svei mér þá, ef mér líður ekki miklu betur núna.
Það er greinilega mjög gaman hjá þér og gott þú ert búin að kynnast fullt af nýju fólki. Ég veit að systur þinni leikur forvitni á að vita, hvort einhver af þessum studentum heitir Helmut. það er svo gaman að sjá myndirnar af þér. Mér finnst svo langt síðan ég hef séð þig. Vona að þú hvílist vel í dag og gangir vel í söngtíma á morgun og að læra. Pabbi þinn biður kærlega að heilsa.
Knús og kel mamma
Sæl Helga
En spennó, leyfðu okkur engilega að fylgjast með.
Kær kveðja,
Margrét
Svaka spennó. Bíð spennt eftir frekari fréttum
Nei gaman að sjá þig í bloggheimum!!
Ég mun örugglega kíkja á þig reglulega og fylgjast með ævintýrum þínum :)
Kv. Erla perla
ps. ég er líka með blogg: www.erlag.bloggar.is
Post a Comment