Friday, February 22, 2008

Stuð að eilífu...

Já, það er ennþá jafnmikið stuð á settinu og áður. Í dag voru ekki allir sem áttu að mæta þannig að það var frekar fámennt. Við vorum að taka upp þriðja þátt en hann á að gerast í febrúar. Það var þess vegna notaður gervisnjór og ég verð að segja að ég fékk smá heimþrá. Við fengum svo að fara heim kl. 17.30 og ég og vinkona mín af settinu ákváðum að nýta tækifærið og fá okkur sushi. Ég þarf svo að vera mætt kl. 7.30 á morgun þannig að ég ætla að drífa mig í bælið.
Annars er rosalega gott veður hérna núna, 14,5°C og það er spáð allt að 20°C á sunnudaginn.
Bis später,
Helga

3 comments:

Unknown said...

Ohhh, hvað þetta er spennandi! Hlakka til að leigja þessa mynd og reyna að sjá þig! Hvenær kemur hún út?

Anonymous said...

Hæ elskan!
Ég veit að þú ert núna á konudaginn í Schönbrunn-parkinum með vinkonum þínum sitjandi á baðhandklæði í dásamlegu veðri að njóta góða veðursins og gróðurinn er byrjaður að springa út.
Hérna er reyndar alveg dásamlegt veður í dag, sólskin og alveg logn og kanske eithvað í líkingu við gervisnjó-stemninguna í myndinni. En vertu viss, það verður nú ekki þannig lengi. Það á eftir að koma lægðarkeðjur upp að landinu með tilheyrandi roki og úrkomu og svo eru öll hretin eftir. Þau bíða eftir þér þegar þú kemur heim í páskfrí.
Knús og kel frá mömmu

Anonymous said...

27-02-8.

Elsku Helga Björk.
Mikið var gaman að lesa
bloggið frá þér, Leikkonan dottirdottir min .
kk Amma i Mosso.