Hér koma nokkrar myndir af settinu og frá því í gær.
Anna Netrebko og ég
Póker (Lukas a.k.a Helmut, Anna og einhver gaur)
Die Mädels (Anna og Simone)
Hárið mitt
Ég, Rannveig og Valla fórum í garðinn í Schönbrunn í gær. Við settumst á grasið, spiluðum og borðuðum ávexti og nammi. Það var alveg ótrúlega gott veður framan af degi. Við vorum léttklæddar og alveg að kafna úr hita. Austurríkisbúunum fannst hins vegar ekki eins heitt. Þeir voru ennþá í vetrarúlpunum, með húfur og trefla. Við stelpurnar þurftum síðan að kyngja okkar íslenska stolti þegar sólin lækkaði í lofti og viðurkenna að það væri kannski full kalt til þess að vera í sumardressinu. Við fórum síðan á japanskan veitingastað í Hütteldorf sem heitir Yume. Mæli með honum.
Update 14.04.08: Þessi mynd var tekin út vegna fjölda áskorana.
Gellurnar í Schönbrunn
Við og einhver gosbrunnur
Sætu sætu vinkonurnar mínar
2 comments:
Ég held nú að þið hafið bara verið í sumardressinu svona rétt á meðan þið tókuð myndina...getur það ekki passað!!!! Enginn öfund sko
Kv. Sunna
Djöfull erum við sætar!!!!
Takk fyrir frábæran dag:)
Post a Comment