Friday, February 8, 2008

Afrek dagsins

Ég fór í ræktina í dag og ákvað að taka nokkrar myndir af umhverfinu mínu í leiðinni. Það var aðeins kaldara í dag en á miðvikudaginn en samt ekkert til að kvarta yfir enda var glaðasólskin. Ég tók þessar myndir þegar ég var á leiðinni heim úr U6.

Fyrsta myndin er af Volksoper sem er staðsett í ca. 3 mín göngufæri frá íbúðinni minni.



Þetta er tré sem er á leiðinni heim. Á vorin koma rosalega flott ljósbleik blóm á það. Á sumrin verður það hinsvegar dökkrautt og ekki nærri því jafn flott. Mér var sagt að þetta væri Kirsuberjatré en það koma samt engin kirsuber á það. Ég ætla að reyna að taka mynd af því aftur í vor þegar bleiku blómin eru komin.


Þarna er svo húsið mitt. Nei, það er ekki þetta flotta hvíta heldur þetta piparmyntugræna bakvið. Mér var sagt þegar ég flutti inn að húsið væri 100 ára gamalt. Ég veit ekki hvort ég eigi alveg að trúa því, það er allavega búið að endurnýja það þónokkuð mikið. Stóra gráa húsið bakvið húsið mitt er svo hluti af AKH (Algemeinis Krankenhaus). Þegar þyrlur koma á sjúkrahúsið fljúga þær beint yfir húsið mitt þannig að það drynur í því. Ég ímynda mér þá alltaf að það séu fullt af læknum á þakinu sem bíða eftir líffærum, alveg eins og í Grey's Anatomy :). Ég held að þetta sé frekar frægt sjúkrahús enda er það hið stærsta í Austurríki og með hæstu sjúkrahúsum í heimi.


Hérna er svo gatan mín, Tendlergasse. Piparmyntuskrímslið sést hér til hægri.



Þessi mynd er svo tekin frá glugganum mínum. Glugginn snýr beint að AKH og sé ég inn í einhvern matsal. Þessi mynd verður hluti af fyrir-eftir myndaseríunni minni í vor. Á sumrin sést ekki í AKH fyrir trénu.


Síðasta myndin er svo tekin undir U6 línunni (U6 er nefnilega mestmegnis ofanjarðar ólíkt öðrum neðanjarðarlestum). Þarna inni eru semsagt pissuskálar sem ég sá í dag að eru nokkuð mikið notaðar. Ástæðan fyrir því að ég tók þessa mynd er orðið "Pissoir" sem mér finnst ótrúlega fyndið og skemmtilegt.



En nú ætla ég að hætta þessu. Ég er með heimabakaða pizzu í ofninum sem ég ætla að tileinka móður minni því hún fann upp á heimabökuðum-pizzu-föstudögum okkur pabba og Árna til mikillar ánægju.

Að lokum kemur getraun dagsins: Með hverjum og hvað heitir lagið sem byrjar á setningunni "Home alone and happy, nothing brings me down." Sá sem svarar rétt fær í verðlaun fría gistingu í Vín í óákveðinn tíma.

10 comments:

Anonymous said...

Ahhh maniggi hvað það heitir, en þetta er lag af disknum hennar Emiliönu Torrini, Fisherman's wife... svo kemur svona "dammdammdammdammdamm, úúúúúú"

Fæ ég ekki smá kredit fyrir að vita hvað kemur í laginu?blikk?blikk?

Helga Björk said...

Flytjandinn er réttur. Diskurinn heitir reyndar Fisherman's Woman. Og það er líka rétt hvað kemur í laginu :). Að verðlaunum hlýtur þú gistingu á Tendlergasse í ákveðinn tíma.
Ég bíð ennþá eftir svarinu við því hvað lagið heitir.

Ragna said...

Nothing Brings Me Down heitir lagið

skv. google

annars veit ég ekki neitt
btw. google er ekki svindl, google er merki um sjálfsbjargarviðleitni

Helga Björk said...

Hahahh... gotta love google. Annars mæli ég með þessu lagi ef þú hefur ekki heyrt það. Mjög skemmtilegt.
Já, og þú hlýtur í verðlaun gistingu að Tendlergasse í ákveðinn tíma.

Anonymous said...

Hillú, vildum bara láta vita að það er komið fullt af nýjum myndum á ponsuna... Og þetta er í fyrsta skipti í áraraðir sem ég vinn verðlaun! Skibbýýýý :D

Ragna said...

Hef það í huga ef ég á leið um Vínarborg í ákveðinn tíma;)

Unknown said...

Ahahahaha, ég ætlaði að giska á Christinu Aguilera! ehehehe

Skemmtilegar myndir!

Anonymous said...

Mér finnst að þú ættir líka að hafa svona happdrætti þar sem þeir sem kíkja á síðuna eiga von á að vinna sér inn gistingu í Vín. Svona fyrir þá sem eru ekki gáfaðir en stundum heppnir :-)

Anonymous said...

Heyrðu góða, það líður of langt á milli blogga.

Anonymous said...

Já, sammála! Nýtt blogg takk! ;)