Wednesday, February 6, 2008

Vetur?

Nei, come on. Það voru 14°C í dag og það er varla búið að fara niður fyrir frostmark síðan ég kom. Ég sé mikið eftir því að geta ekki verið á Íslandi í veðrinu sem er búið að vera þar. Mér skilst hins vegar að flestir séu búnir að fá leið á því.
Að lokum, nokkrar veðramyndir.
Fyrsta myndin var tekin á Mariahilferstrasse í dag. Þar var ekkert veður.


Svona lítur Vín út á Vorin. Ahhh... hlakka til.



Og svo er hér mín yndislega fósturjörð. Pabbi tók myndina í sumarbústaðnum okkar rétt hjá Borgarnesi.


Góðar stundir.

6 comments:

Anonymous said...

Ég er ekki komin með leið á veðrinu :) Akkúrat núna er geðveikt mikill snjór og vindurinn er búinn að sópa honum í stóra skafla fyrir utan gluggann hjá okkur. Svo er sól þannig að það er rosalega bjart og fallegt úti þó það sé svona kalt... Við Anna Valgerður erum svo á leiðinni í ungbarnasund á eftir :)
Til hamingju með bloggið, hlökkum til að lesa nýjasta vínarslúðrið hérna :)
Knús og kossar frá okkur öllum :***
Tinna, Árni og Anna Valgerður

Anonymous said...

OOOhhh mig hlakkar til að koma til Vínar, vona að það geti orðið sem fyrst.
Geggjuð mynd sem pabbi þinn tók!!!
Kv. Sunna

Anonymous said...

Hæ dúllipúll
Takk fyrir spjallið í gærkvöldi. Það má segja að það sé ja... nokkur munur á vetri í Vín og hér á Ísalandinu sem sannarlega ber nafn með renntu. Sá í dag gervihnattamynd af fróni og er það gjörsamlega hvítt eins og það leggur sig. Mér finnst svona veður samt alltaf pínu kósi, sérstaklega eftir að ég eignaðist jeppann;).
Svona veður þótti mér hins vegar ekki kósí þegar ég átti Hræihatsuinn forðum daga:)
1000 kossar
Lísbet, Þoffi, Daníel Örn, Arnar Bjarki og Anna Karen

Anonymous said...

Hæ elsku bloggurin min.
Við söknuðu þin við springjusúpuna sem var haldin hjá Lisbetu.
Til hamingju með bloggið þit.

K. K. Amma i Mosso.

Anonymous said...

Snilldarmynd eftir pabba þinn sem kann klárlega til verka þegar ljósmyndir eru annars vegar. Sjáumst á þorrablótinu.

Anonymous said...

Ég væri nú alveg til í að skreppa aðeins úr snjónum og kuldanum hér. Snjórinn er ágætur en mokstur, skaf og flíspeysur verður leiðigjarnt til lengdar.
Kveðja, Tóta