Tuesday, May 20, 2008

Afsakið hlé!

Vegna óviðráðanlegra orsaka hef ég ekki nennt að blogga í langan tíma. Ég vona að þið fyrirgefið mér. :)

Það sem er helst í fréttum er að það er yndislegt vor í Vín núna. Í síðustu viku var frábært veður, sól og blíða, en í dag er byrjað að rigna og það hefur kólnað all verulega (10°C). En maður getur ekki kvartað því ég vakna við fuglasöng og vorlykt á hverjum degi.

Mamma og pabbi komu þarsíðustu helgi og höfðum við það gott saman. Við sigldum meðal annars á Dóná og borðuðum allt alltof mikið. Við fórum líka í Volksoper og sáum Rakarann frá Sevilla. Í alla staða frábært að fá þau eins og alltaf.
Að lokum nokkrar myndir.


Ég og mamma í Schönbrunn garðinum




Fjölskyldan í Schönbrunn garðinum




Ég fór í afmæli til Rannveigar



Ich und meine Mutter

Bis später,
Helga

4 comments:

Ragna said...

Alltaf gaman að sjá myndir. Hérna hef ég einmitt verið að furða mig á hversu kalt er ennþá. Ég þurfti að ná mér í aukasæng um daginn...

Anonymous said...

Hæ elsku dúllan mín!
Það er bara aldeilis, gamla settið fara leika hlutverk í blogginu þínu. Þakka þér kærlega fyrir yndislegu dagana sem við áttum mér þér um hvitasunnuna. Það var ekkert smá hvað við vorum heppin með veður. Bið kærlega að heilsa öllum sem við hittum.
Mamma og pabbi

Anonymous said...

gebloggen bytte...

Unknown said...

Hæhæ Helga mín!

Gaman að sjá að foreldrar þínir nutu dvalarinnar :)

Hlakka til að heyra meira :)

knús frá Kína,
Helga