Vegna óviðráðanlegra orsaka hef ég ekki nennt að blogga í langan tíma. Ég vona að þið fyrirgefið mér. :)
Það sem er helst í fréttum er að það er yndislegt vor í Vín núna. Í síðustu viku var frábært veður, sól og blíða, en í dag er byrjað að rigna og það hefur kólnað all verulega (10°C). En maður getur ekki kvartað því ég vakna við fuglasöng og vorlykt á hverjum degi.
Mamma og pabbi komu þarsíðustu helgi og höfðum við það gott saman. Við sigldum meðal annars á Dóná og borðuðum allt alltof mikið. Við fórum líka í Volksoper og sáum Rakarann frá Sevilla. Í alla staða frábært að fá þau eins og alltaf.
Að lokum nokkrar myndir.
Ég og mamma í Schönbrunn garðinum
Fjölskyldan í Schönbrunn garðinum
Ég fór í afmæli til Rannveigar
Ich und meine Mutter
Bis später,
Helga